Umsóknir um styrk úr Minningarsjóði Bryndísar Klöru
Frestur er til 16. janúar 2025.
Stjórn minningarsjóðs Bryndísar Klöru mun tilkynna úthlutun úr sjóðnum á 18 ára afmælisdegi Bryndísar Klöru þann 2. febrúar 2025.
Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og verkefna sem samræmast tilgangi og markmiðum sjóðsins. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður allt að 10 milljónir króna.