Bryndís Klara var yndisleg stelpa, frábær vinkona og heittelskuð af foreldrum sínum, litlu systur og öllum ættingjum hennar.

Bryndís var 17 ára og nýbyrjuð á öðru ári í Verzlunarskóla Ísland. Áður hafði Bryndís verið í Salaskóla frá upphafi skólagöngu.

Markmið sjóðsins

Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni.Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og verkefna til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig.

Samkennd

Samvinna

Öryggi barna

Stjórn minningarsjóðsins

Í stjórn sjóðsins sitja:

Guðrún Inga Sívertsen

Formaður stjórnar

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir

Stjórnarmaður

Guðni Már Harðarson

Stjórnarmaður og gjaldkeri

Birgir & Iðunn

Foreldrar Bryndísar Klöru - stjórnarmenn

Verndari sjóðsins

Verndari sjóðsins er Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.

Frú Halla Tómasdóttir

Verndari sjóðsins

Riddarar kærleikans

Minningarsjóður Bryndísar Klöru starfar með Riddurum kærleikans.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir hafði frumkvæði að halda svokallaðan kærleikshring á Bessastöðum með það að markmiði að efla kærleik í samfélaginu og hlúa betur að börnum sem búa við ofbeldi. Riddarar kærleikans voru settir á laggirnar í kjölfarið en um er ræða hreyfingu fólks sem hefur það að markmiði að virkja kærleikann í samfélaginu, minnka ofbeldi og bæta líðan með samtali og aðgerðum, þvert á kynslóðir og hópa.

Riddarar kærleikans hrundu Kærleiksherferð af stað þann 11. júní til söfnunar fyrir Bryndísarhlíð, sem verður úrræði fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.