Látum kærleikann sigra

Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr sjóðnum - SÆKJA UM HÉR

Umsóknarfrestur er til 16. janúar 2025.
Við hvetjum alla til að sækja um ef þið hafið góða hugmynd sem stuðlað getur að markmiðum sjóðsins.

Bryndís á Ísafirði
Bryndís við útskrift úr Salaskóla 2023

Banki: 515-14-171717 - Kennitala: 430924-0600


Minningarsjóður Bryndísar Klöru var stofnaður til að heiðra og varðveita minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést í kjölfar hnífaárásar á menningarnótt í Reykjavík í ágúst 2024. Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni.

Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og vitundarvakningar til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig.


Úthlutun úr sjóðnum mun fara fram 2. febrúar ár hvert, í fyrsta sinn 2.2.2025 og er hægt að senda umsókn - SMELLTU HÉR


Minningarsjóðurinn er á almannaheillaskrá Skattsins og munu einstaklingar geta nýtt framlög sín á árinu til skattafrádráttar í framtali næsta árs, að hámarki 350.000 kr.

Hægt er að leggja inn framlög á reikning 0515-14-171717, kennitala 430924-0600

Framlög fyrirtækja til sjóðsins eru frádráttarbær upp að 1,5% af heildartekjum ársins.


Bryndís og Vigdís Edda
Bryndís var mikill dýravinur

Endilega fylgist með fréttum af sjóðnum hér á síðunni og jafnframt á samfélagsmiðlum.
Facebooksíðu sjóðsins má finna hér.