Á Menningarnótt - degi sem tengist Bryndísi Klöru svo djúpt - vöknuðum við mörg með kvíðahnút í maganum. En frá fyrstu stundu breyttist dagurinn í bleika bylgju kærleika sem ljómaði frá morgni til kvölds.
Alls hlupu 358 manneskjur fyrir Minningarsjóð Bryndísar Klöru og áheitasöfnunin endaði í kr. 14.267.000! Það er ekkert smá!
Allt söfnunarféð rennur til uppbyggingar Bryndísarhlíðar og í verkefni sem auka öryggi og samkennd meðal barna og ungmenna. Fátt er mikilvægara.