Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, fór fram á Frídegi verslunarmanna og var mjög vel heppnað. Yfir 600 áhorfendur mættu til að fylgjast með og styðja mikilvægt málefni. Mótið, sem haldið er í samstarfi við Arion banka, rann í ár til Minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Allir keppendur lögðu málefninu lið með því að mæta í bleiku.

Tíu af fremstu kylfingum landsins tóku þátt í spennandi útsláttarkeppni dagsins og meðal keppenda voru sjö Íslandsmeistarar.

Að lokinni keppni stóð Tómas Eiríksson uppi sem sigurvegari. Hápunktur dagsins var þó afhending ávísunar frá Arion banka, en bankinn veitti sjóðnum eina milljón króna framlag. Foreldrum Bryndísar Klöru, Birgi Karli Óskarssyni og Iðunni Eiríksdóttur, var afhent ávísunin í mótslok. Þetta framlag mun nýtast beint í mikilvægt starf sjóðsins.

No items found.