Metfé safnað í sögulegri Góðgerðarsölu

Salan á Bryndísarpizzu Domino's setti nýtt met í sögu góðgerðarpizzunnar en rúmlega tólf milljónir króna höfðu safnast þegar pizzan seldist upp á aðeins tveimur dögum. Sú staðreynd að allar sölutekjur pizzunnar runnu óskiptar til sjóðsins, en ekki aðeins ágóðinn, tryggði hámarksfjáröflun.

Framlag og hlýhugur Domino's er einstaklega þýðingarmikið en Bryndís Klara var starfsmaður fyrirtækisins.

Samhliða Bryndísarpizzunni var Bleik svunta til sölu og söfnuðust þar yfir tvær milljónir króna til viðbótar pizzusölunni.

No items found.