
Minningarsjóður Bryndísar Klöru tók í dag við 15 milljónum króna frá Ölgerðinni, en féð safnaðist með sölu á Kærleiks Kristal.

Kærleiksherferð Riddara kærleikans formlega sett í Iðnó. Þar var kynnt samstarf við Ölgerðina þar sem ágóði af sölu Kærleiks Kristals rennur til Bryndísarhlíðar.

Árleg Góðgerðarpizza Domino's, sem í ár var tileinkuð Bryndísi Klöru, sló öll fyrri sölumet. Bryndísarpizzan seldist upp á aðeins tveimur dögum og söfnuðust rúmlega 12 milljónir króna.
Hver einasti styrkur skiptir máli. Hjálpaðu okkur að stuðla að öryggi og velferð barna.