Nemendur Grunnskólans í Hveragerði héldu nýverið sína árlegu góðgerðardaga með glæsibrag og söfnuðu metupphæð, 2,2 milljónum króna, til styrktar Minningarsjóði Bryndísar Klöru. Styrkurinn mun nýtast í mikilvæg verkefni sjóðsins sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samkennd í samfélaginu.

Hefð er fyrir því í Grunnskólanum í Hveragerði að halda góðgerðardaga í lok nóvember og á þessu ári slógu nemendur öll fyrri met.

Haldin var falleg athöfn í grunnskólanum þar sem styrkurinn var formlega afhentur. Foreldrar Bryndísar Klöru, þau Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, tóku þakklát við framlaginu. Það voru þau Júlía Dís Sigurðardóttir, formaður nemendaráðs, og Atlas Bragi Kjartansson, yngsti nemandi skólans, sem afhentu styrkinn.

No items found.