Leiklistarhópur Heiðarskóla í Reykjanesbæ, undir stjórn Guðnýjar, Brynju og Estherar, sýndi söngleikinn Anní með miklum sóma.
Á sýningunni söfnuðust 100.000 krónur til minningar um Bryndísi Klöru og fyrir Minningarsjóðinn til að vinna að settum markmiðum.
Við þökkum nemendum, leikstjórum og starfsfólki Heiðarskóla fyrir þetta fallega framlag.