Kærleiksherferðin snýst um fjármögnun og uppbyggingu Bryndísarhlíðar, sem verður nýtt sérhæft úrræði í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi.
Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndari Minningarsjóðsins, ávarpaði gesti og undirstrikaði mikilvægi kærleikans í samfélaginu. Alma Möller heilbrigðisráðherra greindi frá áformum ríkisstjórnarinnar varðandi stofnun Bryndísarhlíðar og lýsti þeirri sérhæfðu þjónustu sem þar verður veitt. Þátttaka forseta og ráðherra undirstrikar mikilvægi þessa verkefnis sem Bryndísarhlíð er.
Í tengslum við herferðina kynnti Ölgerðin nýja sumardrykkinn Kærleiks Kristals. Sérstök áhersla er lögð á að allur ágóði af sölu þessarar Kristal-útgáfu renni til uppbyggingar Bryndísarhlíðar.
Viðburðurinn endaði með tónlistarflutningi þegar listamennirnir GDRN og Vignir fluttu lagið „Riddarar kærleikans“.
Þetta var fallegur og áhrifamikill viðburður sem Riddarar kærleikans stóðu að.