Hjónin Sigríður Jónína Helgadóttir & Snorri Snorrason stóðu að glæsilegum styrktartónleikum sem fóru fram í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Fjöldamargir gestir mætti á tónleikana og fjöldi listamanna lagði sitt að mörkum til að skapa fallega og ógleymanlega stemningu. Aðgangseyrir og söfnun á staðnum skilaði samanlagt 1,2 milljónum króna beint í sjóðinn.
"Elsku hjartans þið öll - TAKK TAKK kærleikurinn var svo mikill í Menningarhúsið Miðgarður í dag að hann var sannarlega áþreifanlegur. Mögnuð stemningin, listamenn allir sem einn og þeir sem að þessu komu með okkur enn og aftur hjartans þakkir til ykkar allra.
❤️ Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi ❤️
Þetta geggjaða samfélag sem við búum hér í Skagafirði sýndi sig sannarlega að við stöndum þétt saman og sýndum það svo sannarlega í verki í dag.
Elsku vinir Birgir Karl & Iðunn Eiríksdóttir & Vigdís, Halldóra og Eiríkur takk innilega fyrir að njóta stundarinnar með okkur, þið eruð svo sannarlega hjartað ì þessu öllu.
❤️ Minningin lifir ❤️"
Takk elsku Sigga og Snorri fyrir alla ykkar dugnað og ástúð. Þið eruð sannir riddarar kærleikans.