Í apríl var sett upp sýningin „Rauðhetta - ein stór blekking“. Leikfélagið Þrösturinn, sem starfar innan Salaskóla og Fönix félagsmiðstöðvar, styrkti með þessu Minningarsjóð Bryndísar Klöru um 430.000 krónur.
Aðstandendur sýningarinnar afhentu foreldrum og systur Bryndísar Klöru, styrkinn.