Foreldrafélag Verzlunarskóla Íslands (Verzló) fjármagnaði og setti upp bleikan bekk við skólann til minningu um Bryndísi Klöru sem var nemandi við skólann. Fjölskylda Bryndísar Klöru vígði bekkinn formlega í viðurvist samnemenda Bryndísar sem mættu klæddir bleiku til að heiðra minningu hennar. Séra Guðni Már Harðarson, blessaði bekkinn við hátíðlega athöfn.
Samhliða vígslunni hófst árleg góðgerðarvika Verzlunarskólans og mun allur ágóði vikunnar óskiptur til Minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Nemendur hafa boðið fram ýmsar áskoranir til að safna fjármunum, þar á meðal að keyra hringinn í kringum landið á sólarhring.