Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór formlega fram þann 3. febrúar 2025 við fallega athöfn í Verzlunarskóla Íslands.

Við sama tilefni var vígður bleikur bekkur við inngang skólans en þessi fallegi bekkur var gjöf foreldrafélags VÍ til minningar um Bryndísi Klöru.

Við hjá Minningarsjóði Bryndísar Klöru þökkum öllum umsækjendum fyrir framlag sitt til að skapa betra samfélag fyrir börn og ungmenni. Þó að ekki hafi öll verkefni hlotið styrk í ár, hvetjum við umsækjendur til að halda áfram með hugmyndir sínar og sækja um aftur í framtíðinni.

Frekari upplýsingar um verkefnin sem hlutu styrk má finna hér

No items found.