Bryndís Klara var kjörin manneskja ársins 2024 af hlustendum Rásar 2 í lok síðasta árs. Í frétt RÚV kemur fram að: "Bryndís Klara bjargaði lífi á Menningarnótt og hlaut í kjölfarið stungusár. Fjölskylda hennar hefur lagt mikla áherslu á að minningu hennar sé haldið á lofti og að sérstakt átak þurfi til að sporna gegn ofbeldi í samfélaginu."

Í tilefni kjörsins mættu GunnInga og Guðni Már fyrir hönd sjóðsins, og einnig Kristín Salka vinkona Bryndísar, í fyrsta Kastljósþátt ársins 2025 sem tileinkaður var Bryndísi Klöru.

Frekara fréttaefni má finna hér: https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2025-01-03-vid-latum-hennar-lif-bjarga-mannslifum-vid-thurfum-ad-vera-riddarar-kaerleikans-432188

No items found.