Svölurnar byggja starf sitt á þeirri hugmynd að efla og viðhalda góðum kynnum auk þess að fræðast og skemmta sér um leið og þær láta gott af sér leiða. Félagið var stofnað árið 1974 og hefur frá upphafi verið góðgerðarfélag sem heldur úti öflugri fjáröflunarstarfsemi.
Stjórn minningarsjóðs Bryndísar Klöru þakkar Svölunum fyrir styrkinn sem mun koma sér vel í uppbyggingu Bryndísarhlíðar.
Á myndinni eru fulltrúar frá Svölunum ásamt stjórn minningarsjóðsins.