Riddarar kærleikans í grunnskólanum í Hveragerði

Síðastliðin ár hefur haldist sú hefð að halda góðgerðardaga í lok nóvember í Grunnskólanum í Hveragerði. Þá vinna nemendur í þrjá daga við að búa til ýmsar vörur sem eru svo seldar á markaði sem er opinn öllum. Tilgangurinn er að efla samkennd nemenda og láta gott af sér leiða. Ár hvert eru ný samtök styrkt og ákváðu nemendur í þetta sinn að styrkja Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Söfnuðust hvorki meira né minna en 2,2 milljónir.

Aðrir viðburðir

Sameinumst fyrir jákvæðum breytingum