
Kærleikur og ást frá hundruðum sem hlupu til minningar um Bryndísi Klöru.

Einvígið á Nesinu fór fram í frábæru veðri og skilaði einni milljón króna til Minningarsjóðs Bryndísar Klöru.

Kærleiksherferð Riddara kærleikans formlega sett í Iðnó. Þar var kynnt samstarf við Ölgerðina þar sem ágóði af sölu Kærleiks Kristals rennur til Bryndísarhlíðar.

Ungmenni í Salaskóla og félagsmiðstöðinni Fönix héldu leiksýningu og söfnuðu 430 þúsund krónum til styrktar Minningarsjóðnum.

Nemendur Kársnesskóla söfnuðu fyrir Minningarsjóð Bryndísar Klöru á árlegum góðgerðardegi skólans en alls söfnuðust 1.273.881 krónur.

Á styrktarsýningu nemenda á söngleiknum Anní söfnuðust 100.000 krónur til Minningarsjóðsins.
Hver einasti styrkur skiptir máli. Hjálpaðu okkur að stuðla að öryggi og velferð barna.